DíaMat heldur díalektíska messu og opinn stjórnarfund föstudaginn 29. desember 2017 kl. 17-18 og 18-19 MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (þar er aðgengi fyrir hjólastóla)
17-18 Díalektísk messa: Björgvin R. Leifsson ræðir um gervivísindi og gerir nokkrum hindurvitnum með vísindalegu yfirbragði skil, svo sem frösunum: "Þetta er bara kenning" og "Það er tölfræðilega sannað" eða staðhæfingum eins og "MSG er eitur". Eftir framsögu hans verða umræður. Verið velkomin og bjóðið vinum og vandamönnum með ykkur!
18-19 Opinn stjórnarfundur: Opinn öllum félögum DíaMats (hægt að skrá sig á staðnum!)
Dagskrá:
1. Undirbúningur aðalfundar
2. Framundan hjá félaginu
3. Önnur mál
Þessi samkoma verður barnvæn eins og allar okkar samkomur!
Friday, December 22, 2017
Thursday, December 21, 2017
Byltingardagatalið fyrir 2018
Á dögunum kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2018, en DíaMat er eitt af fjórum félögum sem standa að útgáfu þess.
Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar.
Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann hefði einmitt orðið 200 ára vorið 2018. Hægt er að nálgast dagatal hjá félaginu fyrir aðeins 1500 krónur (eða fjögur stykki fyrir 5000).
Hafið samband, t.d. í tölvupósti sem endar á "yahoo.com", byrjar á "vangaveltur" og hefur merkið "@" þar á milli.
Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar.
Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann hefði einmitt orðið 200 ára vorið 2018. Hægt er að nálgast dagatal hjá félaginu fyrir aðeins 1500 krónur (eða fjögur stykki fyrir 5000).
Hafið samband, t.d. í tölvupósti sem endar á "yahoo.com", byrjar á "vangaveltur" og hefur merkið "@" þar á milli.
Gleðilegar vetrarsólstöður
Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn aftur að lengja hér á norðurhveli.
DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
Wednesday, November 29, 2017
1. desember er á föstudaginn
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum á nk. föstudag er 1. desember, dagurinn sem við höldum upp á fullveldi Íslands. Fullveldi er forsenda pólitísks lýðræðis, og pólitískt lýðræði er ein aðalforsendan fyrir sjálfsforræði alþýðunnar. Þennan dag eru félagar í DíaMat -- og aðrir -- hvattir til að taka þátt í að minnast fullveldisins og halda því lifandi. Sumir munu flagga. Sumir munu taka þátt í viðburðum eins og hátíðarfundi Heimssýnar eða fullveldisfagnaðar-málsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi.
En eins og allir vita eru sóknargjöld líka reiknuð út frá skráningu fólks 1. desember árið á undan. Þannig að skráning ykkar fyrir næstu helgi stjórnar sóknargjaldareikningi ársins 2018. DíaMat hefur m.a. notað sín sóknargjöld til að kaupa bækur um uppeldismál -- einkum eftir Sæunni Kjartansdóttur -- sem við gefum nýjum foreldrum, og til þess að styrkja félagasamtök með framsækna og valdeflandi starfsemi fyrir alþýðufólk -- hingað til höfum við styrkt Solarsis flóttamannahjálp, Hugarafl og Drekaslóð.
Það er rosalega einfalt að skrá sig í DíaMat, gerið það í dag!
En eins og allir vita eru sóknargjöld líka reiknuð út frá skráningu fólks 1. desember árið á undan. Þannig að skráning ykkar fyrir næstu helgi stjórnar sóknargjaldareikningi ársins 2018. DíaMat hefur m.a. notað sín sóknargjöld til að kaupa bækur um uppeldismál -- einkum eftir Sæunni Kjartansdóttur -- sem við gefum nýjum foreldrum, og til þess að styrkja félagasamtök með framsækna og valdeflandi starfsemi fyrir alþýðufólk -- hingað til höfum við styrkt Solarsis flóttamannahjálp, Hugarafl og Drekaslóð.
Það er rosalega einfalt að skrá sig í DíaMat, gerið það í dag!
Thursday, November 23, 2017
DíaMat styrkir Drekaslóð
DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. Drekaslóð er það.
Peningarnir eru hluti af sóknargjöldum sem DíaMat fær greidd frá íslenska ríkinu fyrir hvern skráðan meðlim. Ef þú vilt skrá þig og styðja við þetta starf og fleira, þá er það einfalt ferli. Skráið ykkur fyrir 1. desember! -- Úthlutun sóknargjalda á næsta ári miðast við skráningu þann dag!
Peningarnir eru hluti af sóknargjöldum sem DíaMat fær greidd frá íslenska ríkinu fyrir hvern skráðan meðlim. Ef þú vilt skrá þig og styðja við þetta starf og fleira, þá er það einfalt ferli. Skráið ykkur fyrir 1. desember! -- Úthlutun sóknargjalda á næsta ári miðast við skráningu þann dag!
Friday, November 17, 2017
Díalektísk messa á Akureyri á sunnudag
Sunnudaginn 19. nóvember heldur DíaMat díalektíska messu á Cafe Amour á Akureyri. Hefst kl. 13, stendur í u.þ.b. klukkutíma.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um októberbyltinguna.
Eins og allar samkomur DíaMats verður messan barnvæn.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um októberbyltinguna.
Eins og allar samkomur DíaMats verður messan barnvæn.
Monday, November 13, 2017
Ræður frá byltingarafmælinu
Ræður Skúla Jóns Unnarsonar og Vésteins Valgarðssonar, frá byltingarafmælinu í Iðnó síðasta þriðjudag, eru komnar á netið:
Ræða Skúla
Ræða Vésteins
Einnig er ræða Ólafs Þ. Jónssonar frá byltingarafmælinu á Cafe Amor á Akureyri komin á netið:
Ræða Ólafs
Ræða Skúla
Ræða Vésteins
Einnig er ræða Ólafs Þ. Jónssonar frá byltingarafmælinu á Cafe Amor á Akureyri komin á netið:
Ræða Ólafs
Monday, November 6, 2017
7. nóvember er á morgun
Á morgun er 7. nóvember, dagur októberbyltingarinnar 1917. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat heldur hátíðlega og eru félagar í DíaMat hvattir til að minnast byltingarinnar á einhvern hátt. Ein leið til þess er að koma á hátíðarfund í Iðnó annað kvöld:
Hátíðarfundur í Iðnó þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20
Pólitísk menningardagskrá í boði Alþýðufylkingarinnar, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokks Íslands
Aðgangur ókeypis, en frjálsum framlögum safnað á staðnum.
Fyrir 100 árum var Rússland í djúpri alhliða kreppu í miðri heimsstyrjöld. Baráttan gegn stríðinu og þrengingum alþýðunnar náði hámarki þegar 2. Sovétþingið tók völdin 7. nóvember, og hóf að knýja fram friðarsamning og félagsvæðingu í samfélaginu.
Þetta er einhver merkasti og áhrifamesti atburður seinni tíma sögu, og veitti innblástur fyrir baráttu verkalýðsins um allan heim fyrir sósíalisma og bættum kjörum. Októberbyltingin hefur haft áhrif á framvindu sögunnar æ síðan. Þó að beinir ávinningar hennar hafi tapast um tíma að verulegu leyti, er hún mikil uppspretta lærdóma í verkalýðsbaráttunni og verður um ókomna tíð.
Á þessum tímamótum hafa fern samtök, Alþýðufylkingin, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokkur Íslands tekið sig saman um að minnast byltingarinnar á hátíðarfundi í Iðnó, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20
Kynnir er Árni Hjartarson
Ávörp flytja:Skúli Jón UnnarsonSólveig Anna JónsdóttirVésteinn Valgarðsson
Sólveig Hauksdóttir les ljóð
Gunnar J Straumland kveður frumsamið efni
Tónlist:Svavar KnúturÞorvaldur Örn ÁrnasonÞorvaldur Þorvaldsson
Wednesday, October 25, 2017
DíaMat styrkir Hugarafl
DíaMat var að styrkja Hugarafl um 15.000 krónur.
Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22.
DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er félag nr. 2 sem fær styrk, en Solaris flóttamannahjálp fékk styrk í september.
Þótt þetta sé ekki mjög há upphæð teljum við samt að aurunum sé vel varið, og sáum ekki ástæðu til að bíða frekar með að afhenda hana.
Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem ríkissjóður greiðir fyrir félaga í DíaMat. Sóknargjöldin eru, enn sem komið er, engin ósköp, enda ekki margir félagar í DíaMat. Ef þið viljið stuðla að því að félagið vaxi, er mjög auðvelt að skrá sig í það, sérstaklega ef maður er með Íslykil.
Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22.
DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er félag nr. 2 sem fær styrk, en Solaris flóttamannahjálp fékk styrk í september.
Þótt þetta sé ekki mjög há upphæð teljum við samt að aurunum sé vel varið, og sáum ekki ástæðu til að bíða frekar með að afhenda hana.
Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem ríkissjóður greiðir fyrir félaga í DíaMat. Sóknargjöldin eru, enn sem komið er, engin ósköp, enda ekki margir félagar í DíaMat. Ef þið viljið stuðla að því að félagið vaxi, er mjög auðvelt að skrá sig í það, sérstaklega ef maður er með Íslykil.
Wednesday, October 18, 2017
Aðskilnaður ríkis og kirkju, fundur nk. mánudagskvöld
Vinir okkar í Siðmennt halda þennan "Efast á kránni"-viðburð næsta mánudagskvöld:
Er meirihluti á þingi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að ganga í það þegar yfir 70% þjóðarinnar er fylgjandi? Á að heimila kristnar trúarathafnir í opinberum leik- og grunnskólum? Eiga opinberir skólar að taka þátt í trúaruppeldi barna?KEX hostel ... mánudagskvöldið 23. október ... kl. 20:00.
Fulltrúar VG, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Pírata (stærstu flokkarnir miðað við kosningaspá Kjarnans) ræða ofangreindar spurningar auk þess að ræða spurningar sem snerta lífsskoðanir og mannréttindi.
Monday, October 2, 2017
Styrkur til Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Vonandi hafa allir átt ánægjuleg nýliðin jafndægur á hausti.
Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur.
Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur.
Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Tilgangur SOLARIS er að bregðast við þeirri neyð sem hælisleitendur og flóttafólk býr við víða á Íslandi, m.a. í formi bágra aðstæðna, að þrýsta á breytingar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í landinu og að berjast fyrir bættri stöðu þeirra, auknum réttindum og betra aðgengi, m.a. að nauðsynlegri þjónustu. Það hyggst SOLARIS gera í samstarfi við almenning, yfirvöld og önnur samtök sem vinna að sama markmiði.Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem DíaMat fær úr ríkissjóði, vissa upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Hver sem skráir sig getur því stuðlað að því að styrkir sem þessi verði stærri og/eða tíðari í framtíðinni.
Friday, September 22, 2017
Þriðjudag 26/9: Díalektísk messa um geðheilsu feðra
- Þriðjudag 26. september kl. 17 heldur DíaMat díalektíska messu í Friðarhúsi í Reykjavík, Njálsgötu 87.
Ólafur Grétar Gunnarsson |
- Framsögumaður er Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, umræðuefnið er:
- Þar sem feður hafa mikil áhrif á geðheilsu barna, er ekki kominn tími að huga að geðheilsu feðra?
- Þessi messa verður barnvæn, eins og allir okkar fundir, þannig að ef þið gætið barna, takið þau bara með.
- Að venju verða líflegar og fróðlegar umræður um efnið.
Tuesday, September 5, 2017
Díalektísk messa á Fundi fólksins
DíaMat verður öðru sinni þátttakandi í Fundi fólksins, sem í ár er haldinn í Hofi á Akureyri: Díalektísk messa í salnum Setbergi kl. 14:00-14:50 á laugardaginn, 9. september. Þar eð þessi messa verður einkum haldin í kynningarskyni mun hún að mestu snúast um díalektíska efnishyggju sem slíka, sem og starf félagsins. Boðið verður upp á messukaffi. Vonumst til að sjá sem flesta!
Friday, August 18, 2017
Díalektísk útimessa á Menningarnótt
DíaMat verður með viðburð á Menningarnótt: díalektíska útimessu. Hún mun standa frá kl. 13 til kl. 14 og verður á Arnarhóli, við jaðar róluvallarins.
Á díalektísku útimessunni mun forstöðumaður DíaMats segja frá félaginu og starfsemi þess, en einkum frá díalektískri og sögulegri efnishyggju.
Að framsögu lokinni verða frjálsar, fjörugar og fróðlegar umræður sem hafa þann tilgang að allir viðstaddir verði nokkru vísari.
Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum og einnig verður hægt að nálgast splunkunýja kynningarbæklinga félagsins, sem upplagt er að dreifa til vina og vandamanna til að hjálpa félaginu að kynna sig.
Boðið verður upp á messukaffi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Á díalektísku útimessunni mun forstöðumaður DíaMats segja frá félaginu og starfsemi þess, en einkum frá díalektískri og sögulegri efnishyggju.
Að framsögu lokinni verða frjálsar, fjörugar og fróðlegar umræður sem hafa þann tilgang að allir viðstaddir verði nokkru vísari.
Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum og einnig verður hægt að nálgast splunkunýja kynningarbæklinga félagsins, sem upplagt er að dreifa til vina og vandamanna til að hjálpa félaginu að kynna sig.
Boðið verður upp á messukaffi og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Friday, June 23, 2017
Díalektísk messa þriðjudag 27. júní
Þriðjudagskvöldið 27. júní kl. 20 verður næsta "messa" DíaMats.
Að þessu sinni verður litið meira í eigin barm en í undanförnum messum, þar sem efni kvöldsins er sjálft félagið, tilgangur þess og starfsemi og hvað er framundan næstu misserin.
Vésteinn Valgarðsson opnar umræðuna með hugvekju, síðan taka við almennar umræður um efnið.
"Messan" verður í Friðarhúsi á Njálsgötu 87, hún hefst kl. 20 og ráðgert er að henni ljúki kl. 21. Allir sem koma með friði eru velkomnir. Gjörið svo vel og takið með ykkur gesti.
Wednesday, June 21, 2017
Gleðilegar sumarsólstöður
DíaMat -- lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður og hvetur til að þeim sé fagnað með vinum eða fjölskyldu á viðeigandi hátt.
Saturday, May 27, 2017
Rússneska byltingin I
Félagið DiaMat stendur fyrir díalektiskri messu þriðjudaginn 30. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Þorvaldur Þorvaldsson flytur erindið „Rússneska byltingin I“ og fjallar um ýmsar spurningar varðandi fyrri hluta byltingarferlisins í Rússlandi fyrir 100 árum. Framhald er væntanlegt síðar á árinu.
Heitt á könnunni og allir eru velkomnir.
Þorvaldur Þorvaldsson flytur erindið „Rússneska byltingin I“ og fjallar um ýmsar spurningar varðandi fyrri hluta byltingarferlisins í Rússlandi fyrir 100 árum. Framhald er væntanlegt síðar á árinu.
Heitt á könnunni og allir eru velkomnir.
Thursday, May 4, 2017
Viðtal við Véstein Valgarðsson, forstöðumann DíaMats
Þetta viðtal birtist á vefritinu Tíðin.is á dögunum.
Lífsskoðunarfélagið DíaMat er nýjasta viðbótin í trúfélaga og lífskoðunarmenningu landsins. Við hjá Tíðinni fengum Véstein Valgarðsson forstöðumann félagsins til að svara nokkrum spurningum um félagið.
Hvernig fæddist hugmyndin að stofnun Díamat?
Ég skráði mig í Siðmennt fyrir löngu síðan, bæði til að vera með í henni sem samfélagi guðleysingja og til að styðja baráttu þeirra fyrir skráningu sem veraldlega lífsskoðunarfélag. Þegar sú skráning var í höfn datt mér fljótlega í hug að þá væri tímabært að stofna lífsskoðunarfélag um þá lífsskoðun sem ég aðhyllist sjálfur, díalektíska efnishyggju. DíaMat var svo stofnað 2015 og sótti um skráningu strax og við töldum skilyrðum laganna fullnægt, eða 29. febrúar í fyrra. Í nóvember sl. fengum við svo skráningu.
Ég skráði mig í Siðmennt fyrir löngu síðan, bæði til að vera með í henni sem samfélagi guðleysingja og til að styðja baráttu þeirra fyrir skráningu sem veraldlega lífsskoðunarfélag. Þegar sú skráning var í höfn datt mér fljótlega í hug að þá væri tímabært að stofna lífsskoðunarfélag um þá lífsskoðun sem ég aðhyllist sjálfur, díalektíska efnishyggju. DíaMat var svo stofnað 2015 og sótti um skráningu strax og við töldum skilyrðum laganna fullnægt, eða 29. febrúar í fyrra. Í nóvember sl. fengum við svo skráningu.
Hverjar eru trúar og/eða lífskoðanir að baki Díamat?
DíaMat snýst um díalektíska efnishyggju og undirtegund hennar, sögulega efnishyggju. Efnishyggja þýðir að við leitum svara í efnisheiminum en ekki í handanveruleika. Við teljum allt sem við köllum andlegt eða sálrænt eiga sér efnislegar forsendur. Díalektísk efnishyggja er því eiginlegt trúleysisfélag, þ.e. hafnar yfirnáttúrutrú. Díalektík þýðir að við skoðum alla hluti, alla framvindu og allar breytingar sem samspil eða átök andstæðna. Söguleg efnishyggja er sögu- og samtímaskoðun byggð á sömu grundvallaratriðum, þá skiljum við bæði atburði, félagsleg tengsl, siðferði, hugmyndafræði o.fl. í samfélaginu út frá því hvernig efnahagslífið og aðrir félagslegir þættir eru í því samfélagi, og hvernig þeir hafa verið áður. Ekkert af þessu ætti að hljóma neitt sérstaklega framandi í eyrum folks, því í raun má segja að hugmyndir DíaMats séu að miklu leyti almennt viðteknar í samfélaginu.
DíaMat snýst um díalektíska efnishyggju og undirtegund hennar, sögulega efnishyggju. Efnishyggja þýðir að við leitum svara í efnisheiminum en ekki í handanveruleika. Við teljum allt sem við köllum andlegt eða sálrænt eiga sér efnislegar forsendur. Díalektísk efnishyggja er því eiginlegt trúleysisfélag, þ.e. hafnar yfirnáttúrutrú. Díalektík þýðir að við skoðum alla hluti, alla framvindu og allar breytingar sem samspil eða átök andstæðna. Söguleg efnishyggja er sögu- og samtímaskoðun byggð á sömu grundvallaratriðum, þá skiljum við bæði atburði, félagsleg tengsl, siðferði, hugmyndafræði o.fl. í samfélaginu út frá því hvernig efnahagslífið og aðrir félagslegir þættir eru í því samfélagi, og hvernig þeir hafa verið áður. Ekkert af þessu ætti að hljóma neitt sérstaklega framandi í eyrum folks, því í raun má segja að hugmyndir DíaMats séu að miklu leyti almennt viðteknar í samfélaginu.
Hver er framtíðarsýn þín fyrir Díamat?
Að það vaxi og dafni og verði öflugt félag! Félagið tekur þátt í baráttunni fyrir betri heimi með því að styðja framsækna málstaði og með því að veita félagslegan og persónulegan stuðning. Við sjáum líka fyrir okkur að geta stuðlað að fræðslu og rannsóknum á grundvelli díalektískrar efnishyggju. Auk þess ætlum við að koma okkur upp félagsheimili, sem getur orðið miðstöð starfseminnar, með fundaaðstöðu, bókasafni o.fl.
Að það vaxi og dafni og verði öflugt félag! Félagið tekur þátt í baráttunni fyrir betri heimi með því að styðja framsækna málstaði og með því að veita félagslegan og persónulegan stuðning. Við sjáum líka fyrir okkur að geta stuðlað að fræðslu og rannsóknum á grundvelli díalektískrar efnishyggju. Auk þess ætlum við að koma okkur upp félagsheimili, sem getur orðið miðstöð starfseminnar, með fundaaðstöðu, bókasafni o.fl.
Er Díamat stundað annarsstaðar en á Íslandi?
Díalektísk efnishyggja var opinber lífsskoðun Sovétríkjanna og fleiri landa. Hún er stunduð að einhverju leyti í flestum löndum. Til eru félög um lífsskoðunina í öðrum löndum, en mér er ekki kunnugt um nein sem eru sambærileg við DíaMat. Því veldur hin síð-lútherska skipan sem er á trúar- og lífsskoðunarfélögum á Íslandi, að ríkið skuli sjá um að halda félagatal og úthluta sóknargjöldum til félaga.
Díalektísk efnishyggja var opinber lífsskoðun Sovétríkjanna og fleiri landa. Hún er stunduð að einhverju leyti í flestum löndum. Til eru félög um lífsskoðunina í öðrum löndum, en mér er ekki kunnugt um nein sem eru sambærileg við DíaMat. Því veldur hin síð-lútherska skipan sem er á trúar- og lífsskoðunarfélögum á Íslandi, að ríkið skuli sjá um að halda félagatal og úthluta sóknargjöldum til félaga.
Hvað eru margir meðlimir?
Ég er ekki með nákvæma tölu á hreinu, en það mun vera eitthvað í kring um þrjá tugi núna.
Ég er ekki með nákvæma tölu á hreinu, en það mun vera eitthvað í kring um þrjá tugi núna.
Býður félagið upp á skírnir, fermingar, giftingar eða jarðarfarir og hefur einhver nýtt sér það?
Félagið býður upp á nafngjafir, manndómsvígslur, hjónavígslur og jarðarfarir. Enginn hefur nýtt sér það ennþá. Félagið telur manndómsvígslur og hjónavígslur ekki nauðsynlegar athafnir í sjálfu sér, heldur mannasetningar með sögulegar ástæður. En þar sem mjög margir vilja slíkar athafnir, og hjónavígslur hafa auk þess lagalegt gildi í landinu, og trúar- og lífsskoðunarfélögum oft falið að sjá um þær, bjóðum við fólki upp á þær.
Félagið býður upp á nafngjafir, manndómsvígslur, hjónavígslur og jarðarfarir. Enginn hefur nýtt sér það ennþá. Félagið telur manndómsvígslur og hjónavígslur ekki nauðsynlegar athafnir í sjálfu sér, heldur mannasetningar með sögulegar ástæður. En þar sem mjög margir vilja slíkar athafnir, og hjónavígslur hafa auk þess lagalegt gildi í landinu, og trúar- og lífsskoðunarfélögum oft falið að sjá um þær, bjóðum við fólki upp á þær.
Eitthvað annað sem þú vilt fræða okkur um Díamat?
Við erum með heimasíðu: www.diamat.is – þar sem má bæði fræðast almennt um félagið og líka sjá auglýsingar um viðburði á okkar vegum, en við höldum reglulega samkomur. Ef einhvern langar til að skrá sig í félagið er einfaldast og fljótlegast að gera það í gegn um Ísland.is.
Við erum með heimasíðu: www.diamat.is – þar sem má bæði fræðast almennt um félagið og líka sjá auglýsingar um viðburði á okkar vegum, en við höldum reglulega samkomur. Ef einhvern langar til að skrá sig í félagið er einfaldast og fljótlegast að gera það í gegn um Ísland.is.
Thursday, April 27, 2017
Víetnam á sunnudag, fyrsti maí á mánudag
Næstkomandi sunnudag, 30. apríl, heldur DíaMat -- félag um díalektíska efnishyggju díalektíska messu í tilefni af því að 42 ár verða liðin frá því Víetnamar hröktu Bandaríkjaher af höndum sér, frelsuðu Saigon og hrósuðu sigri í þjóðfrelsisstríði sínu.
Af því tilefni ætlar Sveinn Rúnar Hauksson læknir að segja frá Víetnamnefndinni og samstöðubaráttunni með Víetnam, sem hann var í forystu fyrir á sínum tíma.
Umræður verða á eftir, heitt á könnunni og allir velkomnir. Messan verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar) og hún byrjar kl. 11:00 (á messutíma).
Glöggir félagar hafa tekið eftir því að fyrsti maí er á mánudaginn. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat hefur í heiðri, hver félagi á sinn hátt -- en nærtækt er að taka þátt í kröfugöngu eða öðrum samkomum í tilefni dagsins.
Af því tilefni ætlar Sveinn Rúnar Hauksson læknir að segja frá Víetnamnefndinni og samstöðubaráttunni með Víetnam, sem hann var í forystu fyrir á sínum tíma.
Umræður verða á eftir, heitt á könnunni og allir velkomnir. Messan verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar) og hún byrjar kl. 11:00 (á messutíma).
Glöggir félagar hafa tekið eftir því að fyrsti maí er á mánudaginn. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat hefur í heiðri, hver félagi á sinn hátt -- en nærtækt er að taka þátt í kröfugöngu eða öðrum samkomum í tilefni dagsins.
Monday, March 20, 2017
Jafndægur á vori
Í dag er annar tveggja daga á árinu, sem sólarljósinu er jafn skipt milli allra, sama hvar þeir búa á jörðinni. Því ber að fagna. Einnig er hægt er að láta það verða sér innblástur til að vinna að því að lífskjörum verði einnig skipt jafn milli fólks, sama hvar það býr á jörðinni. Væri það ekki gott?
Wednesday, March 15, 2017
Á morgun: Parísarkommúnan
Þann 18. mars árið 1871 var Parísarkommúnan stofnuð. Með henni tók alþýðan ríkisvaldið í sínar hendur í fyrsta sinn í nútíma og gaf tóninn fyrir baráttuna sem ennþá stendur: fyrir því að alþýðan taki forræði yfir sjálfri sér.
Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á sinn hátt. Friðarhús, þar sem DíaMat hefur oftast haldið fundi sína, er upptekið þann 18. mars. Við munum því halda díalektíska messu í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. mars kl. 17.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Parísarkommúnuna.
Heitt á könnu & allir velkomnir nema nasistar og barnaníðingar.
Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á sinn hátt. Friðarhús, þar sem DíaMat hefur oftast haldið fundi sína, er upptekið þann 18. mars. Við munum því halda díalektíska messu í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. mars kl. 17.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Parísarkommúnuna.
Heitt á könnu & allir velkomnir nema nasistar og barnaníðingar.
Wednesday, March 8, 2017
Áttundi mars
Í dag er áttundi mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!
Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!
Saturday, February 25, 2017
Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
DíaMat heldur díalektíska "messu" þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi hefur framsögu:
Verðandi foreldar leggja línurnar fyrir betra samfélagi með því sækjast eftir stuðningi og fræðslu, við hin með því að svara kallinu og styðja við bakið á foreldrum með fjölbreyttum hætti. Hvernig getum við stutt við bakið á verðandi foreldrum?
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi hefur framsögu:
Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
Ólafur Grétar Gunnarsson |
Og hvernig getum við stutt við bakið á þeim þegar þau eru orðnir foreldrar? Hvað er samfélagið að gera núna? Hvernig mætti gera betur? Hvað var gert á árum áður?
Umræður á eftir. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Wednesday, February 1, 2017
Af aðalfundi DíaMats
Aðalfundur DíaMats var haldinn laugardaginn 28. janúar. Á honum var stjórn endurkjörin.
Lög félagsins hafa verið löguð að nýju hlutverki þess sem skráð lífsskoðunarfélag. Samþykkt var að fella niður félagsgjöld og hætta að halda sérstakt félagatal áhugamannafélagsins DíaMats. Í þess staðverður yfirlit frá Þjóðskrá Íslands notað sem félagatal. Auk þess hefur Öldungaráð DíaMats verið sett á laggirnar.
Lög félagsins hafa verið löguð að nýju hlutverki þess sem skráð lífsskoðunarfélag. Samþykkt var að fella niður félagsgjöld og hætta að halda sérstakt félagatal áhugamannafélagsins DíaMats. Í þess staðverður yfirlit frá Þjóðskrá Íslands notað sem félagatal. Auk þess hefur Öldungaráð DíaMats verið sett á laggirnar.
Subscribe to:
Posts (Atom)