Wednesday, November 25, 2020

Styrkur til Pieta

DíaMat styrkti Pieta-samtökin um 125.000 krónur á dögunum. Þau stunda forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og styðja einnig við aðstandendur.

Þessi styrkur er sá fjórði sem DíaMat veitir í haust. Önnur samtök sem við höfum styrkt eru Hugarafl, Drekaslóð og Solaris. Þau hafa öll fengið sömu upphæðina.

Styrkir DíaMats eru greiddir af þeim tekjum sem félagið fær í sóknargjöld frá íslenska ríkinu. Það er ákveðin upphæð fyrir hvern einstakling (16 ára og eldri) sem er skráður í félagið í Þjóðskrá Íslands þann 1. desember árið s undan. Ef þið viljið skrá ykkur er fljótlegt og einfalt að gera það á skra.is

Monday, November 2, 2020

Styrkur til Drekaslóðar

DíaMat var að færa Drekaslóð styrk að upphæð kr. 125.000 til að styðja við þeirra góða og þarfa starf.

Þetta er þriðji styrkur haustsins. Áður hafa Hugarafl og Solaris flóttamannahjálp fengið sömu upphæð að styrk.

Þessir peningar koma af fjárhæðinni sem íslenska ríkið greiðir DíaMat í sóknargjöld vegna fólks sem er skráð í félagið hjá Þjóðskrá Íslands.

Hafið þið skráð ykkur? Það er gert á island.is með rafrænum skilríkjum og er bæði fljótlegt og einfalt!