Monday, March 20, 2017
Jafndægur á vori
Í dag er annar tveggja daga á árinu, sem sólarljósinu er jafn skipt milli allra, sama hvar þeir búa á jörðinni. Því ber að fagna. Einnig er hægt er að láta það verða sér innblástur til að vinna að því að lífskjörum verði einnig skipt jafn milli fólks, sama hvar það býr á jörðinni. Væri það ekki gott?
Wednesday, March 15, 2017
Á morgun: Parísarkommúnan
Þann 18. mars árið 1871 var Parísarkommúnan stofnuð. Með henni tók alþýðan ríkisvaldið í sínar hendur í fyrsta sinn í nútíma og gaf tóninn fyrir baráttuna sem ennþá stendur: fyrir því að alþýðan taki forræði yfir sjálfri sér.
Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á sinn hátt. Friðarhús, þar sem DíaMat hefur oftast haldið fundi sína, er upptekið þann 18. mars. Við munum því halda díalektíska messu í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. mars kl. 17.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Parísarkommúnuna.
Heitt á könnu & allir velkomnir nema nasistar og barnaníðingar.
Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á sinn hátt. Friðarhús, þar sem DíaMat hefur oftast haldið fundi sína, er upptekið þann 18. mars. Við munum því halda díalektíska messu í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. mars kl. 17.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Parísarkommúnuna.
Heitt á könnu & allir velkomnir nema nasistar og barnaníðingar.
Wednesday, March 8, 2017
Áttundi mars
Í dag er áttundi mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!
Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!
Subscribe to:
Posts (Atom)