Friday, June 23, 2017

Díalektísk messa þriðjudag 27. júní


    Þriðjudagskvöldið 27. júní kl. 20 verður næsta "messa" DíaMats.
    Að þessu sinni verður litið meira í eigin barm en í undanförnum messum, þar sem efni kvöldsins er sjálft félagið, tilgangur þess og starfsemi og hvað er framundan næstu misserin.
     
    Vésteinn Valgarðsson opnar umræðuna með hugvekju, síðan taka við almennar umræður um efnið.
     
    "Messan" verður í Friðarhúsi á Njálsgötu 87, hún hefst kl. 20 og ráðgert er að henni ljúki kl. 21. Allir sem koma með friði eru velkomnir. Gjörið svo vel og takið með ykkur gesti.

Wednesday, June 21, 2017

Gleðilegar sumarsólstöður

DíaMat -- lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður og hvetur til að þeim sé fagnað með vinum eða fjölskyldu á viðeigandi hátt.