Friday, November 23, 2018

Skráningarherferð DíaMats

Gott fólk,
þessa dagana stendur yfir skráningarherferð DíaMats. Skráið ykkur endilega í félagið sem fyrst, ef þið eruð ekki búin að því, það er einfalt fyrir ykkur og kostar ykkur ekkert: Þið farið á Skra.is og loggið ykkur inn með Íslykli. Farið svo inn á ykkar síðu hjá Þjóðskrá Íslands. Finnið þar 'Breyta trú- eða lífsskoðunarfélagsskráningu'. Veljið 'Díamat' og svo 'Staðfesta'. Gjörið svo vel að skrá ykkur, okkur munar um hvern og einn félaga -- það er ykkar skráning sem gerir okkur kleift að starfa.

Monday, November 19, 2018

DíaMat styrkir Solaris

DíaMat var rétt í þessu að styrkja Solaris flóttamannahjálp um 30.000 krónur. Við vonum að það komi sér vel.
Þetta er þriðji styrkurinn sem DíaMat veitir á þessu ári. Áður höfum við styrkt Hugarafl og Drekaslóð. Við höfum valið að styrkja félagsstarf sem hefur það markmið að valdefla alþýðufólk. Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær úr ríkissjóði sem skráð lífsskoðunarfélag.

Thursday, November 8, 2018

Hallgrímur og Spánarstríðið 14. nóvember

Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð segja frá lífi og störfum Hallgríms Hallgrímssonar, Íslendings sem barðist í spænska borgarastríðinu, í díalektískri stund miðvikukvöldið 14. nóvember kl. 20:00m þeir eru að undirbúa endurútgáfu á endurminningum Hallgríms, Undir fána lýðveldisins hjá Unu útgáfuhúsi.
Friðarhús, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Verið velkomin.

Wednesday, November 7, 2018

Gleðilegt byltingarafmæli!

Í dag 7. nóvember er 101 ár liðið síðan alþýðan tók völdin í Októberbyltingunni í Rússlandi. DíaMat óskar öllu alþýðufólki til hamingju með daginn.
(Takið kvöldið 14. nóvember frá, þá verður spennandi viðburður á vegum DíaMats!)

Monday, November 5, 2018

DíaMat styrkir Drekaslóð

Á dögunum styrkti DíaMat samtökin Drekaslóð um 30.000 krónur. Drekaslóð starfar með þolendum ofbeldis.
DíaMat veitir styrki til félagasamtaka sem stunda valdeflingu fyrir alþýðufólk. Á síðasta ári styrkti félagið Hugarafl, Drekaslóð og Solaris flóttamannahjálp.
Peningarnir til þessara styrkja koma úr sóknargjöldum þeim sem DíaMat fær frá ríkissjóði, fyrir alla sem eru skráðir í félagið. Einfalt er að skrá sig á www.skra.is