Sunday, December 22, 2019
Gleðilegar vetrarsólstöður!
DíaMat óskar öllum gleðilegra vetrarsólstaða og jóla! Ekki borða yfir ykkur og ekki gleyma ykkur í neysluhyggju! :)
Friday, December 13, 2019
17. desember: Jól og kapítalismi
Á díalektískri stund desembermánaðar verða jólin og kapítalisminn til umræðu.
Friðarhúsi, Njálsgötu 87 frá kl. 20-22 þriðjudagskvöldið 17. desember.
Allir velkomnir. Kaffi og harðfiskur!
Wednesday, December 4, 2019
Nýjustu tölur úr Austurbæjarskóla
Samkvæmt nýútkomnum tölum Þjóðskrár Íslands um skráningar í trúar- og lífsskoðunarfélög voru 132 manneskjur skráðar í DíaMat þann 1. desember síðastliðinn. Það er fjöldinn sem sóknargjöld næsta árs miðast við (það, og fjárlagafrumvarpið sem kveður á um upphæðina). Þetta er fjölgun um 45 manns, eða 51,7%, frá 1. desember 2018. Það er vægast sagt kærkomið að sjá þennan stuðning við starf félagsins og mun verða okkur mikil lyftistöng á komandi starfsári!
Sunday, December 1, 2019
Gleðilegan fullveldisdag
DíaMat óskar landsmönnum öllum til hamingju með fullveldi landsins, sem er ein aðalforsenda lýðræðisins. Við hvetjum ykkur til að gera ykkur glaðan dag í tilefni dagsins. Því ekki að flagga? Eða heimsækja aldraðan ættingja?
Subscribe to:
Posts (Atom)