Fyrir viku barst forstöðumanni DíaMats bréf þess efnis að yfirvöld hafi skráð félagið sem lífsskoðunarfélag, í samræmi við lög nr. 108 1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Það þýðir að forstöðumaður hefur leyfi til að gefa fólk saman í hjúskap og að ríkissjóður mun borga félaginu sóknargjöld fyrir hvern þann sem skráður er í það hjá Þjóðskrá Íslands (næsta ár miðast við skráningu 1. desember nk.). Fólk sem aðhyllist díalektíska efnishyggju hefur með öðrum orðum fengið viðurkenningu á félagsskap sínum og situr nú við sama borð og aðrar lífsskoðanir í landinu -- tja, fyrir utan Þjóðkirkjuna, sem situr skör hærra en allir aðrir.
Friday, November 18, 2016
YFIRLÝSING DÍAMATS
SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI DÍAMATS 22. APRÍL OG LÍTIÐ BREYTT AF FRAMHALDSSTOFNFUNDI 16. OKTÓBER 2015
Efnisheimurinn er einn og óskiptur og hulduheimar eru ekki til, upphaf vitundarinnar er í efninu, engin vitund getur verið aðskilin frá efnislegum skilyrðum sínum, vilji mannsins er aldrei frjáls heldur alltaf skilyrtur af efnislegum og félagslegum kringumstæðum hans og þeirri sögu og hefðum sem hann fær í arf frá fyrri kynslóðum.
Ekkert gerist án einhvers samhengis við umhverfi sitt og allir hlutir, öll ferli og öll orka tengjast öðrum hlutum, orku eða ferlum.
Vald mannsins yfir náttúrunni er háð skilningi hans á henni, og vald mannsins yfir sjálfum sér er háð samstöðu og samvinnu fólks um hið sameiginlega.
Maðurinn er mælikvarði allra hluta frá sínu eigin sjónarmiði.
Allt siðferði á sér upphaf í félagslegum aðstæðum.
Hugmyndir koma frá efnislegum veruleika sem fólk lifir við.
Ábyrg umgengni um vistkerfið og sjálfbær nýting náttúrugæða eru forsenda þess að mannkynið geti lifað og dafnað í framtíðinni.
Ekkert gerist án einhvers samhengis við umhverfi sitt og allir hlutir, öll ferli og öll orka tengjast öðrum hlutum, orku eða ferlum.
Vald mannsins yfir náttúrunni er háð skilningi hans á henni, og vald mannsins yfir sjálfum sér er háð samstöðu og samvinnu fólks um hið sameiginlega.
Maðurinn er mælikvarði allra hluta frá sínu eigin sjónarmiði.
Allt siðferði á sér upphaf í félagslegum aðstæðum.
Hugmyndir koma frá efnislegum veruleika sem fólk lifir við.
Ábyrg umgengni um vistkerfið og sjálfbær nýting náttúrugæða eru forsenda þess að mannkynið geti lifað og dafnað í framtíðinni.
Nýtt blogg DíaMats
Þetta er bloggsíða DíaMats - félags um díalektíska efnishyggju.
DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju var stofnað 2015 og var formlega skráð sem lífsskoðunarfélag 2016, með öllu sem því fylgir. Þangað til félagið hefur fengið sína eigin heimasíðu, verða samþykktir þess aðgengilegar hér.
DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
Kt: 631115-1790, bankareikningur 1110-26-001917
Viðtakandi: Vésteinn Valgarðsson
Lögheimili: Grundarstíg 5b
101 Reykjavík
Eigandi bloggsins er DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats.
DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju var stofnað 2015 og var formlega skráð sem lífsskoðunarfélag 2016, með öllu sem því fylgir. Þangað til félagið hefur fengið sína eigin heimasíðu, verða samþykktir þess aðgengilegar hér.
DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
Kt: 631115-1790, bankareikningur 1110-26-001917
Viðtakandi: Vésteinn Valgarðsson
Lögheimili: Grundarstíg 5b
101 Reykjavík
Eigandi bloggsins er DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats.
Subscribe to:
Posts (Atom)