DíaMat var að styrkja Hugarafl um 15.000 krónur.
Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22.
DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er félag nr. 2 sem fær styrk, en Solaris flóttamannahjálp fékk styrk í september.
Þótt þetta sé ekki mjög há upphæð teljum við samt að aurunum sé vel varið, og sáum ekki ástæðu til að bíða frekar með að afhenda hana.
Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem ríkissjóður greiðir fyrir félaga í DíaMat. Sóknargjöldin eru, enn sem komið er, engin ósköp, enda ekki margir félagar í DíaMat. Ef þið viljið stuðla að því að félagið vaxi, er mjög auðvelt að skrá sig í það, sérstaklega ef maður er með Íslykil.
Wednesday, October 25, 2017
Wednesday, October 18, 2017
Aðskilnaður ríkis og kirkju, fundur nk. mánudagskvöld
Vinir okkar í Siðmennt halda þennan "Efast á kránni"-viðburð næsta mánudagskvöld:
Er meirihluti á þingi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að ganga í það þegar yfir 70% þjóðarinnar er fylgjandi? Á að heimila kristnar trúarathafnir í opinberum leik- og grunnskólum? Eiga opinberir skólar að taka þátt í trúaruppeldi barna?KEX hostel ... mánudagskvöldið 23. október ... kl. 20:00.
Fulltrúar VG, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Pírata (stærstu flokkarnir miðað við kosningaspá Kjarnans) ræða ofangreindar spurningar auk þess að ræða spurningar sem snerta lífsskoðanir og mannréttindi.
Monday, October 2, 2017
Styrkur til Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Vonandi hafa allir átt ánægjuleg nýliðin jafndægur á hausti.
Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur.
Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur.
Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Tilgangur SOLARIS er að bregðast við þeirri neyð sem hælisleitendur og flóttafólk býr við víða á Íslandi, m.a. í formi bágra aðstæðna, að þrýsta á breytingar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í landinu og að berjast fyrir bættri stöðu þeirra, auknum réttindum og betra aðgengi, m.a. að nauðsynlegri þjónustu. Það hyggst SOLARIS gera í samstarfi við almenning, yfirvöld og önnur samtök sem vinna að sama markmiði.Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem DíaMat fær úr ríkissjóði, vissa upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Hver sem skráir sig getur því stuðlað að því að styrkir sem þessi verði stærri og/eða tíðari í framtíðinni.
Subscribe to:
Posts (Atom)