DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
Málgagn DíaMats - félags um díalektíska efnishyggju
Monday, March 8, 2021
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti
Monday, February 22, 2021
AF AÐALFUNDI
Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats þriðjudagskvöldið 16. febrúar sl. eru að inn í stjórn komu þær Claudia Overesch og Ingibjörg Ingvarsdóttir og eru þær boðnar velkomnar, um leið og Tinnu Þorvalds Önnudóttur og Skúla Jóni Unnarsyni eru þökkuð störf í stjórn félagsins undanfarin ár. Ingibjörg var auk þess samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.
Önnur aðalfundarstörf voru að mestu hefðbundin. Væntar tekjur af sóknargjöldum verða nálægt 1,8 milljónum á starfsárinu og var samþykkt að hækka eyrnamerkt framlög í styrktarsjóð og byggingarsjóð upp í 750.000 kr. á hvorn.
Eins og sjálfsagt má segja um flest félög, hefur Covid-farsóttin haft mikil áhrif á fundahöld DíaMats á síðasta starfsári og sett flestu öðru starfi okkar skorður. Ekki gafst tími á aðalfundi til að ræða ítarlega um starfið á næstunni, svo það verður tekið upp á fundi fljótlega, ef samkomutakmarkanir leyfa.
Wednesday, January 20, 2021
Aðalfundur DíaMats 16. febrúar
DíaMat heldur aðalfund þriðjukvöldið 16. febrúar kl. 20:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Húsið er aðgengilegt, fundurinn fer fram á íslensku, veitingar verða í boði og líka handspritt og grímur. Allir félagar velkomnir ... en í ljósi Covid19 skiljum við samt vel ef fólk kýs að koma ekki.
Monday, December 21, 2020
Vetrarsólstöður
Gott fólk nær og fjær,
gleðilegar vetrarsólstöður. Í dag er stysti dagur ársins og daginn tekur að lengja strax á morgun og allt fer að rétta úr kútnum. Hafið það gott, njótið jólanna -- og hvernig væri að hringja í gamlan eða einmana ættingja?
Vésteinn Valgarðsson
Tuesday, December 1, 2020
Fullveldisdagurinn
Wednesday, November 25, 2020
Styrkur til Pieta
DíaMat styrkti Pieta-samtökin um 125.000 krónur á dögunum. Þau stunda forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og styðja einnig við aðstandendur.
Þessi styrkur er sá fjórði sem DíaMat veitir í haust. Önnur samtök sem við höfum styrkt eru Hugarafl, Drekaslóð og Solaris. Þau hafa öll fengið sömu upphæðina.
Styrkir DíaMats eru greiddir af þeim tekjum sem félagið fær í sóknargjöld frá íslenska ríkinu. Það er ákveðin upphæð fyrir hvern einstakling (16 ára og eldri) sem er skráður í félagið í Þjóðskrá Íslands þann 1. desember árið s undan. Ef þið viljið skrá ykkur er fljótlegt og einfalt að gera það á skra.is
Monday, November 2, 2020
Styrkur til Drekaslóðar
DíaMat var að færa Drekaslóð styrk að upphæð kr. 125.000 til að styðja við þeirra góða og þarfa starf.
Þetta er þriðji styrkur haustsins. Áður hafa Hugarafl og Solaris flóttamannahjálp fengið sömu upphæð að styrk.
Þessir peningar koma af fjárhæðinni sem íslenska ríkið greiðir DíaMat í sóknargjöld vegna fólks sem er skráð í félagið hjá Þjóðskrá Íslands.
Hafið þið skráð ykkur? Það er gert á island.is með rafrænum skilríkjum og er bæði fljótlegt og einfalt!