Tuesday, August 27, 2019
Ráðstefna um sögulega efnishyggju
Við vekjum athygli á sextándu sögulegu efnishyggju-ráðstefnunni, sem verður haldin í London 7.-10. nóvember í haust! DíaMat vill styrkja félaga sína sem ætla á ráðstefnuna, um 20.000 kr. á mann. Ef þið ætlið að fara og eruð félagar, hafið þá samband við okkur.
Tuesday, August 13, 2019
DíaMat á LÝSU
DíaMat verður með í LÝSU, rokkhátíð samtalsins, á Akureyri 6.-7. september. Þar verður málstofa um arfleifð Rósu Luxemburg, nú þegar 100 ár eru liðin frá morði hennar. Meira um það síðar, en upplagt er að skoða síðu viðburðarins á Facebook:
Rósa Luxemburg - hundrað árum síðar
Monday, August 12, 2019
DíaMat á Menningarnótt
DíaMat verður að venju með á Menningarnótt í Reykjavík: Við kynnum félagið og bjóðum upp á veitingar við hliðina á róluvellinum á Arnarhóli milli kl. 13 og 14! Sjáumst!
Subscribe to:
Posts (Atom)