Aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, laugardaginn 16. febrúar næstkomandi, klukkan 16:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Áhugasamir eru hvattir til að íhuga framboð til stjórnar, en á fundinum verður kosið um tvö stjórnarsæti.
Vegna nýrra persónuverndarlaga segist Þjóðskrá Íslands ekki munu láta trúar- og lífsskoðunarfélögum í té lista yfir þá sem eru skráðir í þau. Fyrir fundinum liggja því lagabreytingartillögur sem laga skilyrði löglegs aðalfundar að þessum breyttu aðstæðum.
Aðgengi er gott fyrir fólk í hjólastól. Börn eru velkomin og það verður séð fyrir næringu og dundi fyrir þau.
Monday, January 28, 2019
Wednesday, January 23, 2019
Umsögn DíaMat um þungunarrof
Til: Alþingis
Íslendinga
Frá DíaMat --
félagi um díalektíska efnishyggju
Reykjavík, 23.
janúar 2019
Umsögn um 393. mál, lagafrumvarp á 149. löggjafarþingi 2018–2019 (frumvarp um breytingu á lögum um
þungunarrof/fóstureyðingar)
DíaMat -- félag
um díalektíska efnishyggju fagnar umræðu og áformum um rýmkaðan rétt kvenna til
að enda þungun. Félagið er hlynnt því að konur þurfi ekki samþykki
félagsráðgjafa eða læknis til að mega rjúfa þungun og það er líka hlynnt því að
ólögráða stúlkur geti látið rjúfa þungun án þess að þurfa að segja foreldrum
sínum frá því. Félagið ætlar ekki að öðru leyti að veita efnislega umsögn um
frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi.
Í svo mikilvægu
og um leið svo viðkvæmu máli sem þessu skiptir miklu að vandað sé til verka og
að hlustað sé á þær raddir sem líklegastar eru til að ráða heilt. Þar er
nærtækt að benda á t.d. vísindamenn og á baráttufólk fyrir mannréttindum. Hins
vegar er erfitt að sjá hvaða erindi félög eiga í þessa umræðu, sem byggja
skoðanir sínar á hjátrú og hindurvitnum.
Trúarbrögð ættu
ekki að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað, og alls ekki á hvernig
mannréttindum er háttað. Þau svara því ekki á hvaða viku sé hæfilegt að
þungunarrof megi fara fram. DíaMat skorar því á þingmenn að láta ekki umsagnir
sértrúarsafnaða, hvorki stórra né lítilla, hafa áhrif á störf sín, hvorki í
þessu máli né öðrum.
Fyrir hönd stjórnar DíaMats -- félags um
díalektíska efnishyggju,
Vésteinn Valgarðsson,
forstöðumaður
Monday, January 21, 2019
Rósa Luxemburg: díalektísk stund 27/1
Díalektísk stund janúarmánaðar er helguð þýsku baráttukonunni Rósu Luxemburg, en um þessar mundir eru 100 ár síðan hún var myrt. Vésteinn Valgarðsson formaður DíaMats hefur framsögu. Umræður. Messukaffi. Allir velkomnir.
Staður: Friðarhús, Njálsgötu 87
Stund: Sunnudagur 27. janúar kl. 13-14.
Staður: Friðarhús, Njálsgötu 87
Stund: Sunnudagur 27. janúar kl. 13-14.
Wednesday, January 9, 2019
Aðalfundur DíaMats
Aðalfundur DíaMats verður haldinn laugardaginn 16. febrúar nk. kl. 16. Nánar auglýst síðar.
Subscribe to:
Posts (Atom)