DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.
Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert er að fundarstörfum verði lokið fyrir kl. 22:30. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir sem skráðir voru í félagið fyrir 1. janúar sl.
Tuesday, February 27, 2018
Munið aðalfund á morgun
Aðalfundur DíaMats verður haldinn annað kvöld. Sjáumst!
Monday, February 26, 2018
Ályktun gegn umskurði barna af trúar- eða hefðarástæðum
Stjórn DíaMats - félag um díalektíska efnishyggju styður bann við umskurði drengja ástæðum en læknisfræðilegum. Umskurður er óafturkræft og óþarft inngrip í líkamann, fyrir utan að valda miklum og óþörfum sársauka. Hagsmunir barnsins eiga að ganga fyrir; hefðir eða trúarkreddur réttlæta ekki þennan sið og það gerir trúfrelsi foreldranna ekki heldur, enda hefur barnið líka trúfrelsi. Þá má halda því til haga að trúfrelsi í landinu takmarkast meðal annars af því að ekki megi fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði. Að skera í smábörn gengur gegn góðu siðferði. Það er löngu tímabært að taka fyrir þennan forneskjulega sið með lögum.
Stjórn DíaMats - félags um díalektíska efnishyggju
22. febrúar 2018
Friday, February 16, 2018
Aðalfundur DíaMats verður 28. febrúar
DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.
Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert er að fundarstörfum verði lokið fyrir kl. 22:30. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir sem skráðir voru í félagið fyrir 1. janúar sl.
Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert er að fundarstörfum verði lokið fyrir kl. 22:30. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir sem skráðir voru í félagið fyrir 1. janúar sl.
Monday, February 12, 2018
Díalektísk messa um fátækt 15. febrúar
Díalektísk messa febrúarmánaðar (hin fyrri af tveim) verður haldin í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20-22. Laufey Ólafsdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir, í samtökunum PEPP, koma og innleiða umræður um fátækt á Íslandi.
Subscribe to:
Posts (Atom)