Friday, June 29, 2018

Framundan hjá DíaMat

Helstu niðurstöður opins stjórnarfundar DíaMats 26. júní sl.:

Laugardaginn 25. ágúst ætlum við í sumarferð til Skóga undir Eyjafjöllum. Verður auglýst betur fljótlega.

Laugardaginn 18. ágúst ætlum við að taka þátt í menningarnótt með díalektískri útimessu á Arnarhóli eins og í fyrra.

Föstu- og laugardag 7. og 8. september ætlum við að taka þátt í LÝSU (áður Fundi fólksins) á Akureyri.

Friday, June 22, 2018

Díalektísk messa um húsnæðisleysi + opinn stjórnarfundur þriðjudagskvöld 26. júní

Kl. 20:00 - Opinn stjórnarfundur um starfið framundan.

Kl. 20:30 - Díalektísk messa um húsnæðisleysi. Vésteinn Valgarðsson opnar umræðu um umfang, orsakir og afleiðingar vandans og hvað er til ráða.

Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Allir velkomnir.

Thursday, June 21, 2018

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.