Friday, September 22, 2017

Þriðjudag 26/9: Díalektísk messa um geðheilsu feðra

  Þriðjudag 26. september kl. 17 heldur DíaMat díalektíska messu í Friðarhúsi í Reykjavík, Njálsgötu 87.
  Ólafur Grétar
  Gunnarsson

     Framsögumaður er Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, umræðuefnið er:
     Þar sem feður hafa mikil áhrif á geðheilsu barna, er ekki kominn tími að huga að geðheilsu feðra? 

      Þessi messa verður barnvæn, eins og allir okkar fundir, þannig að ef þið gætið barna, takið þau bara með.
       Að venju verða líflegar og fróðlegar umræður um efnið.

Tuesday, September 5, 2017

Díalektísk messa á Fundi fólksins

DíaMat verður öðru sinni þátttakandi í Fundi fólksins, sem í ár er haldinn í Hofi á Akureyri: Díalektísk messa í salnum Setbergi kl. 14:00-14:50 á laugardaginn, 9. september. Þar eð þessi messa verður einkum haldin í kynningarskyni mun hún að mestu snúast um díalektíska efnishyggju sem slíka, sem og starf félagsins. Boðið verður upp á messukaffi. Vonumst til að sjá sem flesta!