DíaMat heldur díalektíska messu og opinn stjórnarfund föstudaginn 29. desember 2017 kl. 17-18 og 18-19 MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (þar er aðgengi fyrir hjólastóla)
17-18 Díalektísk messa: Björgvin R. Leifsson ræðir um gervivísindi og gerir nokkrum hindurvitnum með vísindalegu yfirbragði skil, svo sem frösunum: "Þetta er bara kenning" og "Það er tölfræðilega sannað" eða staðhæfingum eins og "MSG er eitur". Eftir framsögu hans verða umræður. Verið velkomin og bjóðið vinum og vandamönnum með ykkur!
18-19 Opinn stjórnarfundur: Opinn öllum félögum DíaMats (hægt að skrá sig á staðnum!)
Dagskrá:
1. Undirbúningur aðalfundar
2. Framundan hjá félaginu
3. Önnur mál
Þessi samkoma verður barnvæn eins og allar okkar samkomur!
Friday, December 22, 2017
Thursday, December 21, 2017
Byltingardagatalið fyrir 2018
Á dögunum kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2018, en DíaMat er eitt af fjórum félögum sem standa að útgáfu þess.
Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar.
Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann hefði einmitt orðið 200 ára vorið 2018. Hægt er að nálgast dagatal hjá félaginu fyrir aðeins 1500 krónur (eða fjögur stykki fyrir 5000).
Hafið samband, t.d. í tölvupósti sem endar á "yahoo.com", byrjar á "vangaveltur" og hefur merkið "@" þar á milli.
Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar.
Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann hefði einmitt orðið 200 ára vorið 2018. Hægt er að nálgast dagatal hjá félaginu fyrir aðeins 1500 krónur (eða fjögur stykki fyrir 5000).
Hafið samband, t.d. í tölvupósti sem endar á "yahoo.com", byrjar á "vangaveltur" og hefur merkið "@" þar á milli.
Gleðilegar vetrarsólstöður
Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn aftur að lengja hér á norðurhveli.
DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
Subscribe to:
Posts (Atom)