Wednesday, November 29, 2017

1. desember er á föstudaginn

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum á nk. föstudag er 1. desember, dagurinn sem við höldum upp á fullveldi Íslands. Fullveldi er forsenda pólitísks lýðræðis, og pólitískt lýðræði er ein aðalforsendan fyrir sjálfsforræði alþýðunnar. Þennan dag eru félagar í DíaMat -- og aðrir -- hvattir til að taka þátt í að minnast fullveldisins og halda því lifandi. Sumir munu flagga. Sumir munu taka þátt í viðburðum eins og hátíðarfundi Heimssýnar eða fullveldisfagnaðar-málsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi.

En eins og allir vita eru sóknargjöld líka reiknuð út frá skráningu fólks 1. desember árið á undan. Þannig að skráning ykkar fyrir næstu helgi stjórnar sóknargjaldareikningi ársins 2018. DíaMat hefur m.a. notað sín sóknargjöld til að kaupa bækur um uppeldismál -- einkum eftir Sæunni Kjartansdóttur -- sem við gefum nýjum foreldrum, og til þess að styrkja félagasamtök með framsækna og valdeflandi starfsemi fyrir alþýðufólk -- hingað til höfum við styrkt Solarsis flóttamannahjálp, Hugarafl og Drekaslóð.

Það er rosalega einfalt að skrá sig í DíaMat, gerið það í dag!

Thursday, November 23, 2017

DíaMat styrkir Drekaslóð

DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. Drekaslóð er það.

Peningarnir eru hluti af sóknargjöldum sem DíaMat fær greidd frá íslenska ríkinu fyrir hvern skráðan meðlim. Ef þú vilt skrá þig og styðja við þetta starf og fleira, þá er það einfalt ferli. Skráið ykkur fyrir 1. desember! -- Úthlutun sóknargjalda á næsta ári miðast við skráningu þann dag!

Friday, November 17, 2017

Díalektísk messa á Akureyri á sunnudag

Sunnudaginn 19. nóvember heldur DíaMat díalektíska messu á Cafe Amour á Akureyri. Hefst kl. 13, stendur í u.þ.b. klukkutíma.

Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um októberbyltinguna.

Eins og allar samkomur DíaMats verður messan barnvæn.

Monday, November 13, 2017

Ræður frá byltingarafmælinu

Ræður Skúla Jóns Unnarsonar og Vésteins Valgarðssonar, frá byltingarafmælinu í Iðnó síðasta þriðjudag, eru komnar á netið:

Ræða Skúla
Ræða Vésteins

Einnig er ræða Ólafs Þ. Jónssonar frá byltingarafmælinu á Cafe Amor á Akureyri komin á netið:

Ræða Ólafs

Monday, November 6, 2017

7. nóvember er á morgun

Á morgun er 7. nóvember, dagur októberbyltingarinnar 1917. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat heldur hátíðlega og eru félagar í DíaMat hvattir til að minnast byltingarinnar á einhvern hátt. Ein leið til þess er að koma á hátíðarfund í Iðnó annað kvöld:

Hátíðarfundur í Iðnó þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20

Pólitísk menningardagskrá í boði Alþýðufylkingarinnar, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokks Íslands
Aðgangur ókeypis, en frjálsum framlögum safnað á staðnum. 
Fyrir 100 árum var Rússland í djúpri alhliða kreppu í miðri heimsstyrjöld. Baráttan gegn stríðinu og þrengingum alþýðunnar náði hámarki þegar 2. Sovétþingið tók völdin 7. nóvember, og hóf að knýja fram friðarsamning og félagsvæðingu í samfélaginu.
Þetta er einhver merkasti og áhrifamesti atburður seinni tíma sögu, og veitti innblástur fyrir baráttu verkalýðsins um allan heim fyrir sósíalisma og bættum kjörum. Októberbyltingin hefur haft áhrif á framvindu sögunnar æ síðan. Þó að beinir ávinningar hennar hafi tapast um tíma að verulegu leyti, er hún mikil uppspretta lærdóma í verkalýðsbaráttunni og verður um ókomna tíð. 
Á þessum tímamótum hafa fern samtök, Alþýðufylkingin, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokkur Íslands tekið sig saman um að minnast byltingarinnar á hátíðarfundi í Iðnó, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 
Kynnir er Árni Hjartarson
Ávörp flytja:Skúli Jón UnnarsonSólveig Anna JónsdóttirVésteinn Valgarðsson
Sólveig Hauksdóttir les ljóð
Gunnar J Straumland kveður frumsamið efni
Tónlist:Svavar KnúturÞorvaldur Örn ÁrnasonÞorvaldur Þorvaldsson