
Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar.
Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann hefði einmitt orðið 200 ára vorið 2018. Hægt er að nálgast dagatal hjá félaginu fyrir aðeins 1500 krónur (eða fjögur stykki fyrir 5000).
Hafið samband, t.d. í tölvupósti sem endar á "yahoo.com", byrjar á "vangaveltur" og hefur merkið "@" þar á milli.