Monday, February 26, 2018

Ályktun gegn umskurði barna af trúar- eða hefðarástæðum

Stjórn DíaMats - félag um díalektíska efnishyggju styður bann við umskurði drengja ástæðum en læknisfræðilegum. Umskurður er óafturkræft og óþarft inngrip í líkamann, fyrir utan að valda miklum og óþörfum sársauka. Hagsmunir barnsins eiga að ganga fyrir; hefðir eða trúarkreddur réttlæta ekki þennan sið og það gerir trúfrelsi foreldranna ekki heldur, enda hefur barnið líka trúfrelsi. Þá má halda því til haga að trúfrelsi í landinu takmarkast meðal annars af því að ekki megi fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði. Að skera í smábörn gengur gegn góðu siðferði. Það er löngu tímabært að taka fyrir þennan forneskjulega sið með lögum.
Stjórn DíaMats - félags um díalektíska efnishyggju
22. febrúar 2018