Wednesday, October 30, 2019

Styrkur til Drekaslóðar

Í fyrradag færði DíaMat Drekaslóð styrk að upphæð 100.000 krónur.
DíaMat styrkir starf nokkurra valinna félaga sem við teljum vera valdeflandi fyrir alþýðufólk. Í síðustu viku styrktum við Hugarafl um sömu upphæð og eigum í haust eftir að veita tvo svona styrki til.
Peningarnir koma úr sóknargjöldum sem félagið fær úr ríkissjóði, ákveðna upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Því fleiri sem skrá sig í félagið, því meira hefur það úr að moða til styrkja og annars starfs. Hefur þú skráð þig?