Monday, December 21, 2020

Vetrarsólstöður

 Gott fólk nær og fjær,

gleðilegar vetrarsólstöður. Í dag er stysti dagur ársins og daginn tekur að lengja strax á morgun og allt fer að rétta úr kútnum. Hafið það gott, njótið jólanna -- og hvernig væri að hringja í gamlan eða einmana ættingja?

Vésteinn Valgarðsson

Tuesday, December 1, 2020

Fullveldisdagurinn

Gleðilegan fullveldisdag. Það er ekki sjálfgefið að heimsækja eldri ættingja sína í dag, en það er óhætt að hringja. Munið að taka fánann niður á lögboðnum tíma.
Annars eru sóknargjöld næsta árs reiknuð út miðað við skráningu fólks 1. desember árið á undan. Þannig að ef þið hafið verið að hugsa um að skrá ykkur í DíaMat en ekki látið verða af því, þá er mjög gott tækifæri til þess einmitt núna. Farið bara á skra.is með rafrænu skilríkjunum ykkar, finnið trúfélagsskráningu og veljið DíaMat. Það er ekki flóknara en það.