Wednesday, December 28, 2016

Aðalfundur 28.1.

Aðalfundur DíaMats verður haldinn 28. janúar. Aðalfundarboð hefur verið sent út. Félagar sem ekki eru á póstlista en vilja fá fundarboð gefi sig fram.

Thursday, December 22, 2016

Byltingardagatal 2017



Byltingardagatal fyrir árið 2017 er komið út, í tilefni af 100 ára afmæli októberbyltingarinnar, tekið saman af Vésteini Valgarðssyni. Að útgáfunni standa Alþýðufylkingin, DíaMat, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK og Rauður vettvangur.


Þetta eigulega og fróðlega dagatal kostar 1500 kr. og fæst í bókabúðinni Sjónarlind á Bergstaðastræti og hjá félögunum sem gefa það út.

Wednesday, December 21, 2016

Vetrarsólstöður

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður. DíaMat fagnar hækkandi sól og hvetur alla til að halda daginn hátíðlegan, sem og næstu daga. Þótt vetrarsólstöður séu ekki fánadagur að lögum er ekki í vegi að spyrja: Hví ekki að flagga?

Thursday, December 1, 2016

Gleðilegan fullveldisdag

DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju óskar öllum landsmönnum gleðilegs fullveldisdags. Gleymið ekki að draga niður fánann á tilskildum tíma.

Í kvöld: fimmtukvöld 1. desember - verður félagið með samkomu í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, kl. 20:30. Þar verður til umfjöllunar fullveldið í ljósi díalektískrar og sögulegrar efnishyggju. Framsögumaður: Vésteinn Valgarðsson.