Wednesday, November 20, 2019

Styrkur til Miðstöðvar foreldra og barna

Í fyrradag færði DíaMat Miðstöð foreldra og barna styrk að upphæð 100.000 krónur.
DíaMat styrkir félagsstarf sem er valdeflandi fyrir alþýðufólk, og það er fátt meira valdeflandi en að alast upp með heilsteypt tilfinningalíf. Fyrir utan að styrkja Miðstöð foreldra og barna, hefur DíaMat líka keypt bækurnar Árin sem enginn man og 1000 fyrstu dagana eftir Sæunni Kjartansdóttur, og gefið nýjum foreldrum.
Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá ríkissjóði fyrir hvern félaga sem er skráður í félagið í gegn um Þjóðskrá Íslands. Það er sáraeinfalt að skrá sig og með því að gera það styrkir maður starf DíaMats, á borð við svona styrkveitingar.

Friday, November 15, 2019

Viðar Þorsteinsson í díalektískri stund 19. nóvember

Viðar Þorsteinsson flytur erindi um kenningar efnishyggjunnar um hugmyndafræði innan marxismans á díalektískri stund í Friðarhúsi þriðjukvöldið 19. nóvember kl. 20.
Verið velkomin!

Thursday, November 7, 2019

Gleðilegan sjöunda nóvember

Í dag eru 102 ár síðan alþýðan tók völdin í Rússlandi í sínar hendur.

Wednesday, November 6, 2019

Thelma Ásdísardóttir kynnir Drekaslóð

Thelma Ásdísardóttir kemur í díalektíska stund og kynnir samtökin Drekaslóð, sem hún er í forsvari fyrir og DíaMat hefur veitt nokkra styrki. Friðarhús, Njálsgötu 87, laugardaginn 9. nóvember kl. 13. Allir velkomnir!

Friday, November 1, 2019

Styrkur til Solaris

DíaMat veitti á dögunum 100.000 króna styrk til Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fyrr í haust veitti DíaMat Hugarafli og Drekaslóð hvoru sinn 100.000 króna styrkinn.
Peningarnir eru úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu, fasta upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Með því einu að skrá ykkur í DíaMat styðjið þið við þetta og annað starf okkar.

(Athugið að Þjóðskrá Íslands neitar að svo stöddu að afhenda trúar- og lífsskoðunarfélögum lista yfir skráða meðlimi. Ef þið skráið ykkur og viljið vera örugg um að fá boð á aðalfund og njóta atkvæðisréttar, látið okkur þá vita af skráningunni.)

Vésteinn Valgarðsson í viðtali í Harmageddon

Á mánudaginn var kom Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats, í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon. Hlusta má á viðtalið hér.