Sunday, December 30, 2018

Af fundi öldungaráðs í gær

Í gær fundaði öldungaráð DíaMats. Samkvæmt lögum félagsins kaus það þrjá stjórnarmenn úr sínum eigin röðum. Sjálfkjörnir voru: Skúli Jón Unnarson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, með umboði frá næsta aðalfundi. Aðalfundur mun kjósa síðustu tvo. Ljóst er að a.m.k. einn nýjan stjórnarmann þarf þá, svo félagar eru hvattir til að íhuga framboð eða tilnefningar.
Rætt var um undirbúning aðalfundar. Stjórn mun velja fundinum stund og stað í seinni hluta febrúar. Kynntar voru tillögur til lagabreytinga, sem höfðu almennan stuðning fundarmanna. Þær eru flestar komnar til vegna nýrra reglna Þjóðskrár Íslands, svo að hægt verði að boða löglegan aðalfund í framtíðinni þótt nýjasta félagatal félagsins fáist ekki afhent vegna persónuverndarlaga. Taka skal fram að við munum láta reyna á lögmæti þeirrar túlkunar, en til öryggis er nauðsynlegt að breyta lögunum.
Þá var nokkuð ítarlega rætt um starf félagsins á komandi ári og árum og margar hugmyndir ræddar.
Fyrir fundinn var díalektísk stund, þar sem við fengum kynningu á hinni nýútkomnu bók 'Það sem karlar vilja vita - vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna', en félagið styrkti útgáfu bókarinnar.

Friday, December 28, 2018

Það sem karlar vilja vita + öldungaráð

Á morgun laugardag 29. desember verða díalektísk stund OG öldungaráðsfundur á eftir.

Kl. 10 fáum við kynningu á hinni nýútkomnu bók 'Það sem karlar vilja vita - vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna', en DíaMat styrkti útgáfu hennar.

Kl. 11 til 13 verður árlegur fundur öldungaráðs DíaMats, samkvæmt lögum félagsins.

Báðir fundir eru opnir öllum félögum og almenningi, en kosningarétt og kjörgengi á öldungaráðsfundinum hafa aðeins meðlimir öldungaráðsins.

Messukaffi!

Verið velkomin! Takið með ykkur gesti!

Saturday, December 22, 2018

Öldungaráð DíaMats

Laugardaginn 29. desember fundar öldungaráð DíaMats klukkan 11 í Friðarhúsi. Fundarboð hefur verið sent út. Fyrir fundinn verður díalektísk stund. Takið daginn frá. Dagskrá verður auglýst nánar er nær dregur.

Friday, December 21, 2018

Vetrarsólstöður

Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn að lengja. Gleðilegar vetrarsólstöður og gleðileg jól.

Saturday, December 1, 2018

Fullveldið 100 ára

DíaMat -- félag um díalektíska efnishyggju óskar landsmönnum innilega til hamingju með 100 ára fullveldi landsins.

Friday, November 23, 2018

Skráningarherferð DíaMats

Gott fólk,
þessa dagana stendur yfir skráningarherferð DíaMats. Skráið ykkur endilega í félagið sem fyrst, ef þið eruð ekki búin að því, það er einfalt fyrir ykkur og kostar ykkur ekkert: Þið farið á Skra.is og loggið ykkur inn með Íslykli. Farið svo inn á ykkar síðu hjá Þjóðskrá Íslands. Finnið þar 'Breyta trú- eða lífsskoðunarfélagsskráningu'. Veljið 'Díamat' og svo 'Staðfesta'. Gjörið svo vel að skrá ykkur, okkur munar um hvern og einn félaga -- það er ykkar skráning sem gerir okkur kleift að starfa.

Monday, November 19, 2018

DíaMat styrkir Solaris

DíaMat var rétt í þessu að styrkja Solaris flóttamannahjálp um 30.000 krónur. Við vonum að það komi sér vel.
Þetta er þriðji styrkurinn sem DíaMat veitir á þessu ári. Áður höfum við styrkt Hugarafl og Drekaslóð. Við höfum valið að styrkja félagsstarf sem hefur það markmið að valdefla alþýðufólk. Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær úr ríkissjóði sem skráð lífsskoðunarfélag.

Thursday, November 8, 2018

Hallgrímur og Spánarstríðið 14. nóvember

Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð segja frá lífi og störfum Hallgríms Hallgrímssonar, Íslendings sem barðist í spænska borgarastríðinu, í díalektískri stund miðvikukvöldið 14. nóvember kl. 20:00m þeir eru að undirbúa endurútgáfu á endurminningum Hallgríms, Undir fána lýðveldisins hjá Unu útgáfuhúsi.
Friðarhús, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Verið velkomin.

Wednesday, November 7, 2018

Gleðilegt byltingarafmæli!

Í dag 7. nóvember er 101 ár liðið síðan alþýðan tók völdin í Októberbyltingunni í Rússlandi. DíaMat óskar öllu alþýðufólki til hamingju með daginn.
(Takið kvöldið 14. nóvember frá, þá verður spennandi viðburður á vegum DíaMats!)

Monday, November 5, 2018

DíaMat styrkir Drekaslóð

Á dögunum styrkti DíaMat samtökin Drekaslóð um 30.000 krónur. Drekaslóð starfar með þolendum ofbeldis.
DíaMat veitir styrki til félagasamtaka sem stunda valdeflingu fyrir alþýðufólk. Á síðasta ári styrkti félagið Hugarafl, Drekaslóð og Solaris flóttamannahjálp.
Peningarnir til þessara styrkja koma úr sóknargjöldum þeim sem DíaMat fær frá ríkissjóði, fyrir alla sem eru skráðir í félagið. Einfalt er að skrá sig á www.skra.is

Thursday, October 11, 2018

Ólafur Dýrmundsson 16. október

Þriðjukvöldið 16. október kl. 20 verður díalektísk "messa" í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).
Þar mun Ólafur Dýrmundsson hafa framsögu um umhverfismál í heiminum, stöðu og horfur, með sérstöku tilliti til fæðu- og matvælaöryggis Íslands.
Boðið verður upp á messukaffi. Allir velkomnir!

Wednesday, October 10, 2018

DíaMat styrkir Hugarafl

DíaMat styrkti Hugarafl í gær um 30.000 krónur. Styrktarsjóður DíaMats styrkir félagasamtök sem valdefla alþýðufólk, en styrktarféð er hluti af sóknargjöldunum sem félagið fær frá ríkissjóði fyrir alla sem eru skráðir í það hjá Þjóðskrá Íslands.

Monday, October 8, 2018

Messur í október og nóvember

Díalektískar messur verða þriðjudagskvöldið 16. október og miðvikukvöldið 14. nóvember. Takið bæði kvöldin frá!

Monday, September 24, 2018

Opinn stjórnarfundur & díalektísk messa á miðvikukvöld

Ég vona að allir hafi átt gleðileg jafndægur á hausti í gær. Þá skein sólin jafn á réttláta og rangláta, alls staðar á jörðinni.

Næstkomandi miðvikukvöld, 26. september, verða opinn stjórnarfundur og díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Stjórnarfundurinn hefst kl. 19:30. Messan hefst kl. 20:30. Ráðgert er að dagskrá sé lokið um kl. 21:30.

Í messunni fjallar Þorvaldur Þorvaldsson, varaformaður DíaMats, um eðli og hlutverk menningar í þjóðfélagsbreytingum.

Dagskrá stjórnarfundarins:
1. Almennt starf félagsins í haust
2. Styrkveitingar í haust
3. Staðan á lóðarumsókninni
4. Skráningarherferð fyrir 1. desember
5. Önnur mál

Allir velkomnir á messuna. Allir félagar velkomnir á opna stjórnarfundinn, hægt að skrá sig á staðnum.

Friday, August 31, 2018

Díalektísk messa á LÝSU á Akureyri 8. september

DíaMat tekur þátt í LÝSU (áður Fundi fólksins) í Hofi á Akureyri, eins og undanfarin ár. Við verðum að venju með díalektíska messu. Hún verður á laugardeginum 8. september, í Setbergi kl. 11-12.
Umfjöllunarefni dagsins verður eðli og hlutverk menningar í framsæknum þjóðfélagsbreytingum. Varaformaður DíaMats, Þorvaldur Þorvaldsson, hefur framsögu og síðan verða umræður. Þá verður félagið sjálft kynnt, og starfsemi þess. Kaffi og te!

Thursday, August 23, 2018

Sumarferð á laugardag

DíaMat efnir til sumarferðar á laugardaginn. Því miður datt það uppfyrir að auglýsa hana nánar hér á heimasíðunni, en hún hefur hins vegar verið kynnt allrækilega á Facebook-hópi félagsins.
Farið verður að Skógum undir Eyjafjöllum og Keldum á Rangárvöllum. Ferðin verður sjálfráð um hvort annarra áfangastaða verður vitjað.
Fullt verð er 3000 krónur og fyrir utan rútuferðina er þá innifalinn aðgangur að báðum söfnunum. Ekkert fargjald er fyrir félaga í DíaMat, fyrir mjög tekjulágt fólk og fyrir börn.
Gjörið svo vel að láta vita strax, ef þið viljið koma með: vangaveltur@yahoo.com

Monday, August 6, 2018

Gegn kjarnorkuvígbúnaði

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur alþýðu heimsins gegn kjarnorkuvígbúnaði, en dagsetningin er valin til að minnast þess er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunni á Hiroshima á þessum degi 1945. DíaMat tekur undir kröfuna um kjarnorkuafvopnun, enda erfitt að ímynda sér meiri hættu af mannavöldum fyrir fólk og annað lífríki á jörðinni heldur en kjarnorkusprengingu. Rétt er að nefna að friðarsinnar fleyta oft friðarkertum í dag, reykvískir friðarsinnar t.d. á Reykjavíkurtjörn. Tilvalið er að verða sér úti um friðarkerti og setja það á flot á friðsælum stað. Passið bara að skilja ekki eftir rusl á víðavangi, og farið varlega með eld.

Friday, June 29, 2018

Framundan hjá DíaMat

Helstu niðurstöður opins stjórnarfundar DíaMats 26. júní sl.:

Laugardaginn 25. ágúst ætlum við í sumarferð til Skóga undir Eyjafjöllum. Verður auglýst betur fljótlega.

Laugardaginn 18. ágúst ætlum við að taka þátt í menningarnótt með díalektískri útimessu á Arnarhóli eins og í fyrra.

Föstu- og laugardag 7. og 8. september ætlum við að taka þátt í LÝSU (áður Fundi fólksins) á Akureyri.

Friday, June 22, 2018

Díalektísk messa um húsnæðisleysi + opinn stjórnarfundur þriðjudagskvöld 26. júní

Kl. 20:00 - Opinn stjórnarfundur um starfið framundan.

Kl. 20:30 - Díalektísk messa um húsnæðisleysi. Vésteinn Valgarðsson opnar umræðu um umfang, orsakir og afleiðingar vandans og hvað er til ráða.

Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Allir velkomnir.

Thursday, June 21, 2018

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Monday, May 28, 2018

Reynsla af geðheilbrigðiskerfi á Íslandi og í Danmörku

Gunnar Örn Heimisson segir frá reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi og í Danmörku í díalektískri messu í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 29. maí kl. 20:00.
Umræður og messukaffi.
Allir velkomnir.

Monday, May 14, 2018

14. maí er vinnuhjúaskildagi

Á dögum vistarbandsins var 14. maí vinnuhjúaskildagi. Þá máttu vinnuhjú fara vistaskiptum, velja sér nýja húsbændur.
Nú er öldin önnur. Við berum sjálf ábyrgð á okkur, alla daga ársins. Við getum hvenær sem er valið hverjum við viljum fylgja, gömlum húsbónda eða nýjum eða kannski öðrum vinnuhjúum á vit nýrra og betri tíma, eftir leiðum samstöðu og baráttu.
Við megum það hvenær sem er. En dagurinn í dag er prýðilega góður til að taka af skarið og velja hverjum maður vill fylgja inn í framtíðina.

Tuesday, April 17, 2018

Díalektísk barnamessa í Húsdýragarðinum!

Sumardaginn fyrsta býður DíaMat í Húsdýragarðinn!
Fimmtudaginn 19. apríl milli kl. 10:00 og 10:20 borgar DíaMat aðgangseyrinn fyrir alla sem vilja vera með í díalektísku barnamessunni: Fyrst skoðum við dýrin til hádegis, síðan býður DíaMat upp á veitingar á kaffistofunni um kl. 12 og á meðan við snæðum, tölum við um dýrin, náttúruna og fólkið á plani sem hæfir þeim yngri.
Allir velkomnir sem eru hæfir til að vera nálægt börnum og dýrum.

Sunday, March 25, 2018

Miðvikudag: Díalektískar athafnir til umræðu í messu

Miðvikudaginn 28. mars klukkan 17:00 verður díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður félagsins, opnar umræður um innra starf félagsins, einkum það sem snýr að athöfnum á vegum þess: Skilyrði þeirra, inntak, form og annað.

Allir velkomnir, börn og fullorðnir.

Tuesday, March 20, 2018

Gleðileg jafndægur á vori

DíaMat óskar öllu mannkyni gleðilegra jafndægra á vori. Dagurinn í dag er ekki bara varða á leiðinni til sumars og sólar, heldur er hann líka táknrænn fyrir jöfnuð, því sólin skín jafnlengi á alla jarðarbúa, réttláta og rangláta.


Vonandi hafa líka allir átt uppbyggilegan 147 ára afmælisdag Parísarkommúnunnar á sunnudag.

Thursday, March 1, 2018

Af aðalfundi DíaMats 2018

DíaMat hélt aðalfund í gær, 28. febrúar, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri var forstöðumaður félagsins, Vésteinn Valgarðsson. Fundarritari var varaformaður félagsins, Þorvaldur Þorvaldsson.
Forstöðumaður flutti skýrslu stjórnar og rakti starf félagsins á liðnu starfsári.
Forstöðumaður kynnti ársreikninga félagsins fyrir reikningsárið 2017. Voru þeir samþykktir og verða sendir ríkisendurskoðun eins og þeir eru.
Samþykkt var samhljóða lagabreytingartillaga frá öldungaráði, um að atkvæðisrétt á aðalfundi eigi allir sem skráðir voru í félagið hjá Þjóðskrá Íslands 1. desember árið á undan í stað 1. janúar sama ár.
Í stjórn voru endurkjörin Claudia Overesch og Skúli Jón Unnarson. Stjórnin hefur þá öll endurnýjað umboð sitt, en á öldungaráðsfundi í janúar voru Elín Helgadóttir, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson endurkjörin í stjórnina.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir: Árni Daníel Júlíusson og Tinna Þorvalds Önnudóttir.
Samþykkt var að Claudia Overesch yrði tekin inn í öldungaráð.
Lóðarumsókn félagsins var kynnt og rædd. Samþykkt að stjórn fylgi málinu áfram eftir.
Fjárhagsáætlun var samþykkt, hlutfallslega óbreytt frá árinu á undan.
Ýmsar aðrar hugmyndir um starf félagsins voru ræddar áður en fundi var slitið kl. 22:40.

Tuesday, February 27, 2018

Munið aðalfund á morgun

Aðalfundur DíaMats verður haldinn annað kvöld. Sjáumst!

DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.
Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert er að fundarstörfum verði lokið fyrir kl. 22:30. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir sem skráðir voru í félagið fyrir 1. janúar sl.

Monday, February 26, 2018

Ályktun gegn umskurði barna af trúar- eða hefðarástæðum

Stjórn DíaMats - félag um díalektíska efnishyggju styður bann við umskurði drengja ástæðum en læknisfræðilegum. Umskurður er óafturkræft og óþarft inngrip í líkamann, fyrir utan að valda miklum og óþörfum sársauka. Hagsmunir barnsins eiga að ganga fyrir; hefðir eða trúarkreddur réttlæta ekki þennan sið og það gerir trúfrelsi foreldranna ekki heldur, enda hefur barnið líka trúfrelsi. Þá má halda því til haga að trúfrelsi í landinu takmarkast meðal annars af því að ekki megi fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði. Að skera í smábörn gengur gegn góðu siðferði. Það er löngu tímabært að taka fyrir þennan forneskjulega sið með lögum.
Stjórn DíaMats - félags um díalektíska efnishyggju
22. febrúar 2018

Friday, February 16, 2018

Aðalfundur DíaMats verður 28. febrúar

DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.
Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá hans er skv. lögum félagsins. Ráðgert er að fundarstörfum verði lokið fyrir kl. 22:30. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir sem skráðir voru í félagið fyrir 1. janúar sl.

Monday, February 12, 2018

Díalektísk messa um fátækt 15. febrúar

Díalektísk messa febrúarmánaðar (hin fyrri af tveim) verður haldin í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20-22. Laufey Ólafsdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir, í samtökunum PEPP, koma og innleiða umræður um fátækt á Íslandi.

Monday, January 29, 2018

Af öldungaráðsfundi DíaMats

Skv. lögum DíaMats fundaði Öldungaráð sl. fimmtudagskvöld og kaus þrjá stjórnarmenn í stjórn komandi starfsárs. Rétt kjörin í stjórn voru: Elín Helgadóttir, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Thursday, January 25, 2018

Janúarmessa & öldungaráð

Fimmtudaginn 25. janúar heldur DíaMat díalektíska messu janúarmánaðar. Staður: MÍR-salurinn, Hverfisgötu 105 (aðgengi fyrir hjólastóla). Stund: kl. 19:30.

Þorvaldur Þorvaldsson ræðir lærdóma af rússnesku byltingunni og leggur út af bókinni "Tíu dögum sem skóku heiminn" eftir John Reed, sem er nýkomin út á íslensku, í þýðingu hans. Bókin verður fáanleg á staðnum fyrir áhugasama. Boðið verður upp á kaffi og þorramat!

Strax að lokinni messu hefst öldungaráðsfundur DíaMats, sem er liður í undirbúningi aðalfundar. Allir félagar mega sitja fundinn. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem skráðir voru í félagið fyrir 28. janúar 2017.