Thursday, November 8, 2018

Hallgrímur og Spánarstríðið 14. nóvember

Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð segja frá lífi og störfum Hallgríms Hallgrímssonar, Íslendings sem barðist í spænska borgarastríðinu, í díalektískri stund miðvikukvöldið 14. nóvember kl. 20:00m þeir eru að undirbúa endurútgáfu á endurminningum Hallgríms, Undir fána lýðveldisins hjá Unu útgáfuhúsi.
Friðarhús, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Verið velkomin.

Wednesday, November 7, 2018

Gleðilegt byltingarafmæli!

Í dag 7. nóvember er 101 ár liðið síðan alþýðan tók völdin í Októberbyltingunni í Rússlandi. DíaMat óskar öllu alþýðufólki til hamingju með daginn.
(Takið kvöldið 14. nóvember frá, þá verður spennandi viðburður á vegum DíaMats!)

Monday, November 5, 2018

DíaMat styrkir Drekaslóð

Á dögunum styrkti DíaMat samtökin Drekaslóð um 30.000 krónur. Drekaslóð starfar með þolendum ofbeldis.
DíaMat veitir styrki til félagasamtaka sem stunda valdeflingu fyrir alþýðufólk. Á síðasta ári styrkti félagið Hugarafl, Drekaslóð og Solaris flóttamannahjálp.
Peningarnir til þessara styrkja koma úr sóknargjöldum þeim sem DíaMat fær frá ríkissjóði, fyrir alla sem eru skráðir í félagið. Einfalt er að skrá sig á www.skra.is

Thursday, October 11, 2018

Ólafur Dýrmundsson 16. október

Þriðjukvöldið 16. október kl. 20 verður díalektísk "messa" í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).
Þar mun Ólafur Dýrmundsson hafa framsögu um umhverfismál í heiminum, stöðu og horfur, með sérstöku tilliti til fæðu- og matvælaöryggis Íslands.
Boðið verður upp á messukaffi. Allir velkomnir!

Wednesday, October 10, 2018

DíaMat styrkir Hugarafl

DíaMat styrkti Hugarafl í gær um 30.000 krónur. Styrktarsjóður DíaMats styrkir félagasamtök sem valdefla alþýðufólk, en styrktarféð er hluti af sóknargjöldunum sem félagið fær frá ríkissjóði fyrir alla sem eru skráðir í það hjá Þjóðskrá Íslands.

Monday, October 8, 2018

Messur í október og nóvember

Díalektískar messur verða þriðjudagskvöldið 16. október og miðvikukvöldið 14. nóvember. Takið bæði kvöldin frá!

Monday, September 24, 2018

Opinn stjórnarfundur & díalektísk messa á miðvikukvöld

Ég vona að allir hafi átt gleðileg jafndægur á hausti í gær. Þá skein sólin jafn á réttláta og rangláta, alls staðar á jörðinni.

Næstkomandi miðvikukvöld, 26. september, verða opinn stjórnarfundur og díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Stjórnarfundurinn hefst kl. 19:30. Messan hefst kl. 20:30. Ráðgert er að dagskrá sé lokið um kl. 21:30.

Í messunni fjallar Þorvaldur Þorvaldsson, varaformaður DíaMats, um eðli og hlutverk menningar í þjóðfélagsbreytingum.

Dagskrá stjórnarfundarins:
1. Almennt starf félagsins í haust
2. Styrkveitingar í haust
3. Staðan á lóðarumsókninni
4. Skráningarherferð fyrir 1. desember
5. Önnur mál

Allir velkomnir á messuna. Allir félagar velkomnir á opna stjórnarfundinn, hægt að skrá sig á staðnum.