Monday, April 22, 2019

Komið í Húsdýragarðinn á sumardaginn fyrsta

Á fimmtudaginn -- 25. apríl -- er sumardagurinn fyrsti. Af því tilefni ætlar DíaMat að bjóða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Planið er einfalt: DíaMat býður öllum* sem koma milli 10:10 og 10:20 um morguninn að borga aðgangseyrinn. Þeim sem vilja er líka boðið að þiggja veitingar í kaffiteríunni í hádeginu. Komið með góða skapið, klædd eftir veðri og gleðilegt sumar!



mynd: reykjavik.is
* Þ.e.a.s. öllum sem eru hæfir til að vera innan um börn og dýr.


Friday, April 12, 2019

Ráðstefna Siðmenntar 1. júní

Þann 1. júní nk. heldur Siðmennt ráðstefnu um siðfræði 21. aldar. Stjórn DíaMats hefur samþykkt að ef skráðir félagar í DíaMat hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna, geti þeir sótt um styrk frá félaginu fyrir hálfu þátttökugjaldinu. Skoðið heimasíðuna og vitið hvort þið hafið áhuga. Hafið samband við okkur ef þið eruð félagar og viljið sækja um styrk.

Wednesday, April 3, 2019

Díalektísk stund: Málefni flóttafólks

Þriðjudagskvöldið 9. apríl kemur Sema Erla Serdar á okkar fund og segir frá starfi Solaris, hjálparsamtaka fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, í díalektískri stund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Umræður.

Allir velkomnir sem koma með friði. Kaffiveitingar.