Saturday, February 25, 2017

Fögnum breytingum og styðjum hvert annað

DíaMat heldur díalektíska "messu" þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).


Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi hefur framsögu:

Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
Ólafur Grétar
Gunnarsson
Verðandi foreldar leggja línurnar fyrir betra samfélagi með því sækjast eftir stuðningi og fræðslu, við hin með því að svara kallinu og styðja við bakið á foreldrum með  fjölbreyttum hætti. Hvernig getum við stutt við bakið á verðandi foreldrum?
Og hvernig getum við stutt við bakið á þeim þegar þau eru orðnir foreldrar? Hvað er samfélagið að gera núna? Hvernig mætti gera betur? Hvað var gert á árum áður? 

Umræður á eftir. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Wednesday, February 1, 2017

Af aðalfundi DíaMats

Aðalfundur DíaMats var haldinn laugardaginn 28. janúar. Á honum var stjórn endurkjörin.

Lög félagsins hafa verið löguð að nýju hlutverki þess sem skráð lífsskoðunarfélag. Samþykkt var að fella niður félagsgjöld og hætta að halda sérstakt félagatal áhugamannafélagsins DíaMats. Í þess staðverður yfirlit frá Þjóðskrá Íslands notað sem félagatal. Auk þess hefur Öldungaráð DíaMats verið sett á laggirnar.