Friday, December 22, 2017

Díalektísk messa og opinn stjórnarfundur 29. desember

DíaMat heldur díalektíska messu og opinn stjórnarfund föstudaginn 29. desember 2017 kl. 17-18 og 18-19 MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (þar er aðgengi fyrir hjólastóla)

17-18 Díalektísk messa: Björgvin R. Leifsson ræðir um gervivísindi og gerir nokkrum hindurvitnum með vísindalegu yfirbragði skil, svo sem frösunum: "Þetta er bara kenning" og "Það er tölfræðilega sannað" eða staðhæfingum eins og "MSG er eitur". Eftir framsögu hans verða umræður. Verið velkomin og bjóðið vinum og vandamönnum með ykkur!

18-19 Opinn stjórnarfundur: Opinn öllum félögum DíaMats (hægt að skrá sig á staðnum!)
Dagskrá:
1. Undirbúningur aðalfundar
2. Framundan hjá félaginu
3. Önnur mál

Þessi samkoma verður barnvæn eins og allar okkar samkomur!