Saturday, May 27, 2017

Rússneska byltingin I

Félagið DiaMat stendur fyrir díalektiskri messu þriðjudaginn 30. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.Þorvaldur Þorvaldsson flytur erindið „Rússneska byltingin I“ og fjallar um ýmsar spurningar varðandi fyrri hluta byltingarferlisins í Rússlandi fyrir 100 árum. Framhald er væntanlegt síðar á árinu.Heitt á könnunni og allir eru velkomnir.